Sápan á Öresundinu........

Wednesday, November 28, 2007

stress......

Æ ég vildi svo að ég hefði tíma til svona jólastússerí. Finnst akkurat í augnablikinu að ég muni ekki hafa tíma til að undirbúa neitt. Er á fullu alla daga á spítalanum og dauðþreytt þess á milli þar sem ég þarf alltaf að vakna klukkan 6, á að vera mætt á Ríkisspítalann klukkan 7.
Heimilið hefur ekki verið þrifið síðan ég man ekki hvernær og mér finnst tilhugsuninn um að skreyta skítugt heimili ekkert allt og spennandi.

Byrja á prófverkefni í næstu viku sem ég hef viku til að skrifa og svo fer ég í munnlegt próf úr verkefninu 19 des. Fer svo í jólafrí 21.

Er ekki búin að kaupa einu einustu jólagjöf, svo á Heiða á neðri hæðinni afmæli á morgun og Berþóra besta vinkona Hrafnhildar líka. Ætlaði fyrir löngu að vera búin að senda afmælispakka til hennar. Þannig að Huld ef þú lest þetta þá kemur pakki í pósti, bara ekki alveg þann 29.....

Svo langar mig svo til að fara í jólatívolí, fara með Hrafnhildi á skauta á Kongens Nytorv, baka piparkökur og leyfa krökkunum (aðallega Hrafnhildi) að mála þær.
Æ kallast þetta ekki bara jólastress....eða prófstress......eða "hef ekki tíma til neins" stress....
En stress er það.
|

Friday, November 23, 2007

Og það voru 3 stelpur........

Í dag var ég viðstödd fæðingu þriggja barna! Þvílík upplifun, hef varla upplifað annað eins. Hef jú fætt eins og tvö stykki sjálf en það sá ég ekki, ég fæddi þau bara. Þarna áttu sér stað 2 keisarakurðir, og úr annari bumbunni komu tvíburar.

Fyrri fæðinginn var hjá dönsku pari sem var að eignast sitt fyrsta barn. Þau voru svoo glöð og ánægð og allt gekk vel. Svo þegar átti að sauma konuna saman þá er legið tekið út og skellt á magan á meðan verið er að sauma.

Svo kom í ljós að þessi kona var með hjartalaga leg, sem þykir frekar mikið sjaldgæft og lækinrinn sem var að skera var frekar hrifinn og vildi endilega eignast mynd að þessu furðulega fyrirbæri. Eina myndavélinn sem á stofunni var jú bara sú sem nýkjörnu foreldrarnir voru með og það var bara hægt að notast við hana. Skurðlæknirinn afsakaði það í bak og fyrir, fyri greyið fólkinu að þurfa að eiga mynd af mömmunni á röngunni eins og hann orðaði það sjálfur. Svo vildi læknirinn endilega að fara að skiptast á e-mail adressu við pabban bara meðan á öllu stóð, og hann var ekki alveg að höndla það og sagðist með gleðikökk í hálsinum verða að fá að gera það seinna og fá að einbeita sér að nýfæddu barni og konu fyrst.
En já, ég kom allavega heim með bros á vör og búin að vera í skýjunum í dag með þessa frábæru upplifun.
|

Monday, November 19, 2007

Þá er fysrti dagurinn á skurðganginum búinn. Fyrsta aðgerðin í morgun var á konu sem þurfti að láta fjarlægja legið, eggjastokka, eggjaleiðara, botnlangann og einhversskonar fitusvuntu og eitla. Stærsta aðgerðin sem er í rauninni gerð á deildinni sem ég á, og það þurfti akkurat að vera sú fyrsta sem ég sá.
Ég fékk skemil, þar sem ég er ekki svo há í loftinu og horfði bara yfir öxlina á skurðlækninum. Verð nú að viðurkenna að ég þurfti aðeins að draga andann djúpt inn tvisar og hjartað í mér tók svona eins og nokkur aukaslög, rétt áður en hnífurinn fór á kaf.......mögnuð upplifun alveg........
|

Sunday, November 18, 2007

A bun to bite Benny Lava......

Helgin búin og vika á skurðganginum framundan:)

Búin að vera mjög fín helgi, sendum börnin í næturpössun í gær og fórum til Gunnellu og Ebba í spilakvöld. Vorum að dröslast heim um hálf fimm í morgun....Spiluðum ótrúlega fyndið spil, sem er svona eins og actinoary og pictionary nema þarna átti maður að leira hlutina sem voru á spjöldunum. Svona leironary...
Svo vældum við líka úr hlátri yfir þessu http://www.youtube.com/watch?v=ZA1NoOOoaNw þetta er svo fyndið, lag á indversku en búið að setja enskan texta eins og lagið myndi hljóma á ensku........
|

Tuesday, November 13, 2007

Var að koma heim úr vinnunni, var á kvöldvagt og ég fékk að setja upp þvaglegg í fyrsta skipti........Svo alla næstu viku verð ég á skurðganginum og fæ að vera viðstödd hinar ýmsu aðgerðir, legnám td. og vonandi keisaraskurð...spennó:)
|

Sunday, November 11, 2007

Helgin senn á enda.......

Þá er ég einum endajaxl fátæakari. Hann var svo skemmdur og brúnn og ógeðslegur að tannlæknirinn var ekkert hissa á ég væri búin að vera að drepast úr hausverk og tannpínu.

Þetta er annars bara búin að vera frekar róleg helgi svona til tilbreytingar. Fengum Gunnellu og Ebba og litlu Lovísu í pönnukökur í gær og þau enduðu svo bara í "pöntum bara pizzu" kvöldmat hjá okkur líka, voða huggulegt. Heimsóttum svo Birtu frænku í dag.
Ætla svo að reyna að komast yfir einn Heros þátt í kvöld áður enn ég sofna. Var ekkert búin að horfa á þessa þætti og nú er ég að horfa á allt frá byrjun til að ná Erni. Gengur frekar illa þar sem ég sofna yfir þessu á hverju kvöldi í sófanum.........ekki að mér finnist þetta leiðinlegt, er bara svo endalsut þreytt....
|

Monday, November 05, 2007

Hún er tannlaus greyið, takið eftir því tönnunum hún tíndi..........



Ahhh hversu lélegur bloggari er maður þegar maður man ekki bruger nafnið sitt og þarf að láta senda sér það á e-mail??


Á annars afskaplega erfitt þessa daganna, ég er með svo mikla tannpínu....á pantaðan tíma í endajaxlatöku þann 2 jan á Íslandi, en ég bara get ekki beðið og fer á föstudaginn hér á Amagerbrogade......þá verður búið að rífa úr mér 8 fullorðinsjaxla......ótrúlegt að ég skuli líta nokkurn vegin eðlilega út:)


Við hjónakornin vorum að kaupa okkur ferð til Tallin í Eistlandi, reyndar ekki fyrr en um páskana en við komumst bara ekki hjá því að panta með svona miklum fyrirvara þar sem það þarf að redda pössun, og elskulegir foreldrar mínir ætla að vera svo elskuleg og koma og passa gríslingana mína:)


Jæja læt tvær myndir fylgja með þessari færslu
|
 
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com