Þá er fysrti dagurinn á skurðganginum búinn. Fyrsta aðgerðin í morgun var á konu sem þurfti að láta fjarlægja legið, eggjastokka, eggjaleiðara, botnlangann og einhversskonar fitusvuntu og eitla. Stærsta aðgerðin sem er í rauninni gerð á deildinni sem ég á, og það þurfti akkurat að vera sú fyrsta sem ég sá.
Ég fékk skemil, þar sem ég er ekki svo há í loftinu og horfði bara yfir öxlina á skurðlækninum. Verð nú að viðurkenna að ég þurfti aðeins að draga andann djúpt inn tvisar og hjartað í mér tók svona eins og nokkur aukaslög, rétt áður en hnífurinn fór á kaf.......mögnuð upplifun alveg........
Ég fékk skemil, þar sem ég er ekki svo há í loftinu og horfði bara yfir öxlina á skurðlækninum. Verð nú að viðurkenna að ég þurfti aðeins að draga andann djúpt inn tvisar og hjartað í mér tók svona eins og nokkur aukaslög, rétt áður en hnífurinn fór á kaf.......mögnuð upplifun alveg........
<< Home