Sápan á Öresundinu........

Friday, May 26, 2006

Búin í sónar.....

Erum komin heim eftir vel heppnaða sónarferð. Allt leit vel út og áætlaður fæðingardagur er 19 október. Fengum að vita hvort kynið það var og það verður ekkert leyndarmál........Vorum nú svona 150% viss um það væri stelpa á ferðinnni sem það reyndist nú ekki vera!! Fékk nett sjokk, en það fór víst ekkert á milli mála að þarna var strákur á ferðinni........erum svona enn að melta þetta allt saman en erum að sjálfsögðu í skýjunum:):)
|

sónar...

Já langt síðan síðast, búið að kaupa tölvuborð og tengja tölvuna.
Erum á leiðinni í sónar á eftir og ég get ekki neitað því að ég er farin að hlakka svolítið til, ætlum að fá að vita hvort kynið það er ef það er hægt:):) Fékk ekki að vita neitt með Hrafnhildi en langar að prófa það líka......það verður spennandi að sjá, held samt einhvernvegin að í þessari fjölskyldu munu eingöngu fæðast stelpur, kemur í ljós eftir ca 4 tíma.......
|

Monday, May 22, 2006

vorum að breyta í stofunni okkar þannig að tölvan okkar er ekki búin að vera tengd í nokkra daga, þurfum að fara í Ikea til að kaupa tölvuborð.
Vá hefg annars ekkert að segja, held ég skrifi bara þegar ég hef eitthvað að segja...............
|

Thursday, May 18, 2006

Júróvisjón í kvöld, ætla að horfa hjá Fjólu ásamt nokkrum stelpum.............ÁFRAM ÍSLAND!!!
|

Monday, May 15, 2006

Jæja, nú er búið að vera brjálað að gera í heimsóknum þar sem mamma hans Arnar og mamma mín og pabbi komu um helgina:) Allir fóru í gær og þá hef ég tíma til að blogga.
Var búin að ákveða fyrir svo löngu síðan að ég myndi byrja að læra í dag..........en svo kom dagurinn í dag og ég hafði bara enga lyst á lærdóm og ákvað að skella mér bara frekar í Amagercenterið góða.
Jæja erum á leið í afmælismat til nágrannanna....
|

Wednesday, May 10, 2006

sól og sumar....

Vá það er bara 20 stiga hiti og sól á hverjum einasta degi núna:) Búið að vera í ca viku:)

3 ára afmæli dótturinnar á morgun og undibúningur í fullum gangi. Var nú að spá að það gæti verið sniðugt að halda það bara úti ef veðrið verður áfram svona gott, en ef ég er að plana eitthvað þá auðvitað fer sólin, ekki satt??.........Kemur allt í sljós:)
|

Saturday, May 06, 2006

komin 25 ár......

Hélt afmælisveislu á föstudaginn og takk kærlega fyrir mig allir, fékk rosalega fínar gjafir sem ég er voðaánægð með:) Fékk hátt í 10 pör af eyrnalokkum, en ég meina maður á aldrei of mikið af eyrnalokkum!
Sjálfur afmælisdagurinn er í dag og þá er maður orðin 25 ára og pabbi gamli er 53 ára í dag, til hamingju með það......Veit ekki hvað verður gert, held bara hangið úti í góðaveðrinu....
|

Thursday, May 04, 2006

kappát....

Matarklúbbnum okkar góða tókst að borða 30 pulsur (já ég segi pulsur ekki pylsur) i kvöldmat! Finnst það eiginlega óhugnanlega mikið, mikið við að við erum 3 pör með börn. Og heil remúlaði flaska kláraðist líka.......ojbara segi ég.
|

Wednesday, May 03, 2006

kúka og óléttublogg.....

Var að koma heim úr saumaklúbb, og svei mér þá, við töluðum nánast bara um kúk!! Allar stærðir og gerðir og kúkarendur og magapínur.......

En yfir í allt allt aðra sálma, í dag fann ég í fyrsta skipti svona alvöru hreyfingar hjá barninu, svona kitl:) Er búin að finna svona smá garnagaul eitthvað í svona viku og hef ekki verið alveg viss en í dag þá var þetta alveg greinilegt........

Undarleg blanda í einni færslu, kúkur og hreyfingar.......
|

Monday, May 01, 2006

Í gærkvöldi fórum við í mat til Vigdísar og Eika, þar var boðið upp á alíslenskt kjöt í karrý:) Mjööög gott og takk fyrir mig.

Svo var spilað smá risk, og upp úr miðnætti fórum við heim. Hrafnhildur hafði bara sofnað hjá þeim og var svo sett í kerruna þegar við fórum heim.....finnst samt alltaf jafn skrýtið þegar maður er að þvælast með barnavagn hérna í Kaupmannahöfn eftir miðnætti, í lest og svo strætó, en það þykir bara nokkuð eðlilegt þar sem maður ferðast nú ekki um á bíl. Sé okkur í anda að þvælast um í miðborg Reykjavíkur með barnavagn eftir miðnætti, held að bæði barnavernd og jafnvel lögreglan myndu nú fá eins og nokkur símtöl.....
|
 
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com