Sápan á Öresundinu........

Friday, November 23, 2007

Og það voru 3 stelpur........

Í dag var ég viðstödd fæðingu þriggja barna! Þvílík upplifun, hef varla upplifað annað eins. Hef jú fætt eins og tvö stykki sjálf en það sá ég ekki, ég fæddi þau bara. Þarna áttu sér stað 2 keisarakurðir, og úr annari bumbunni komu tvíburar.

Fyrri fæðinginn var hjá dönsku pari sem var að eignast sitt fyrsta barn. Þau voru svoo glöð og ánægð og allt gekk vel. Svo þegar átti að sauma konuna saman þá er legið tekið út og skellt á magan á meðan verið er að sauma.

Svo kom í ljós að þessi kona var með hjartalaga leg, sem þykir frekar mikið sjaldgæft og lækinrinn sem var að skera var frekar hrifinn og vildi endilega eignast mynd að þessu furðulega fyrirbæri. Eina myndavélinn sem á stofunni var jú bara sú sem nýkjörnu foreldrarnir voru með og það var bara hægt að notast við hana. Skurðlæknirinn afsakaði það í bak og fyrir, fyri greyið fólkinu að þurfa að eiga mynd af mömmunni á röngunni eins og hann orðaði það sjálfur. Svo vildi læknirinn endilega að fara að skiptast á e-mail adressu við pabban bara meðan á öllu stóð, og hann var ekki alveg að höndla það og sagðist með gleðikökk í hálsinum verða að fá að gera það seinna og fá að einbeita sér að nýfæddu barni og konu fyrst.
En já, ég kom allavega heim með bros á vör og búin að vera í skýjunum í dag með þessa frábæru upplifun.
|
 
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com