Sápan á Öresundinu........

Monday, March 10, 2008

Ferðin í stuttu máli........

Við skvísurnar hittumst 9 stykki á kollegíbarnum á föstudaginn og fengum okkur pizzu og öl áður en haldið var út á völl. Svo var farið út á kastrup og drukkin aðeins meiri bjór og við vorum varla komin í loftið þegar við vorum lentar í Berlín.

Þar var slegist um leigubílana og sá Heiða til þess með látum að við fengum allar bíl. Heima hjá Rut fær maður víðáttubrjálæði því íbúðin er svooo stór.

Þar biðu okkar skvísurnar sem flugu frá íslandi og enn meiri bjór....nágrannarnir komu tvisvar og kvörtuðu undan hávaða og þá var bara ákveðið að skella sér á hverfisbodeguna Shcönebergs bierhaus sem er í svona 2 mínútna göngufjarlægð. Ekki oft sem að sveittu þýsku barþjónarnir höfðu fengið hátt í 15 ungar konur í einu inn á staðinn og annar þeirra lét okkur vita að hann vildi giftast okkur öllum og að nú væri hann kominn í himnaríki......

Á laugardeginum var sofið til ca 11 og svo haldið í bæinn, borðaður þynnkumatur, túristuðumst pínu og versluðum og drukkum bjór..

Svo var komið að aðallmálinu, blindraveitingastaðnum........sem var án efa það eftirminnilegasta úr þessari ferð. Alveg mögnuð tilfinning að borða í kolsvartamyrkvi og sjá gjörsamlega ekki neitt, veit ekki hversu oft í stakk tómum gaffli upp í mig...tókst að klína andlitunu á mér ofan í ísinn því ég var að passa að subba ekki á mig en fór bar aðeins og nálægt disknum.

Hópnum var skipt í 2 og við sátum ekki á sama stað. Við vorum með okkar persónulega þjón sem hjálpaði okkur ef einhver þurfti að pissa, þá var viðkomandi bara leiddur fram og þar var ljós. Það er stranglega bannað að vera með kveikt á símum og allt sem gefur frá sér ljós þannig að það var ekki ein einasta ljóstýra neinsstaðar.
Svo kláði okkar hópur matinn og við vorum leiddar fram í ljósið, svo kom hinn hópurinn gjörsamlega vælandi úr hláti og flissandi eins og smástelpur. Þá höfðu þær ákveðið að skella sér úr að ofan og borðuðu allar desertinn berbrjósta hahahaha....ótrúlega fyndið og engin sá neitt haha.
Svo fórum við á rússneskan bar með rússadiskóteki og drukkum þar kokteila og svo var haldið á annan lítinn stað þar sem við máttum eiginlega bara ráða tónlistinni. Rosa fjör og ég veit ekki hversu oft ég sagði "double gin and tonic" þessa helgi, en alloft var það.

Svo á sunnudeginum var engin alvarleg þynnka, þökk sé að við skálðum allar í alkaseltser áður en við fórum að sofa.
Heilinn minn var samt frekar slow og sem dæmi um það vorum við nokkrar sem pöntuðum okkur pizzu með pepperoni og fengum allar pizzur hlaðnar chili.....

En þetta var æðislegt í alla staði og takk kærlega fyrir okkur Rut!
|
 
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com