Hún er tannlaus greyið, takið eftir því tönnunum hún tíndi..........
Ahhh hversu lélegur bloggari er maður þegar maður man ekki bruger nafnið sitt og þarf að láta senda sér það á e-mail??
Á annars afskaplega erfitt þessa daganna, ég er með svo mikla tannpínu....á pantaðan tíma í endajaxlatöku þann 2 jan á Íslandi, en ég bara get ekki beðið og fer á föstudaginn hér á Amagerbrogade......þá verður búið að rífa úr mér 8 fullorðinsjaxla......ótrúlegt að ég skuli líta nokkurn vegin eðlilega út:)
Við hjónakornin vorum að kaupa okkur ferð til Tallin í Eistlandi, reyndar ekki fyrr en um páskana en við komumst bara ekki hjá því að panta með svona miklum fyrirvara þar sem það þarf að redda pössun, og elskulegir foreldrar mínir ætla að vera svo elskuleg og koma og passa gríslingana mína:)
Jæja læt tvær myndir fylgja með þessari færslu
<< Home