Sápan á Öresundinu........

Saturday, December 23, 2006

Hressandi nótt.....

Grímur var svona frekar órólegur í gærkvöldi, bara svona eins og vanalega og venjulelga róast hann alveg svona um miðnætti og fer að sofa. En í gær þá bara róaðist hann ekki neitt og grét og grét viðstöðulaust í alla nótt, hann var gjörsamlega óhuggandi og við Örn reyndum að skiptast á að reyna að hugga hann í nótt, en um klukkan 6 í morgun gafst ég upp og fór bara með Grím út í vagninum.
Fannst svona frekar fáránlegt að vera gjörsamlega ósofinn, gangandi í hringi á bílastæðinu hérna fyrir utan í kolniðamyrkri eins og einhver vofa. En drengurinn allavega sofnaði og ég fór aftur inn um hálf sjö og við gátum sofið smá.
Hrafnhildur vaknaði svo klukkutíma seinna en var svo góð að leyfa okkur að sofa með því að vera bara ein frammi að horfa á teiknimyndir. Hún var ein alveg í svona tvo tíma þessi elska....en hún hafði líka fengið "puntudót" í skóinn, svona alvöru sem hægt er að mála sig með og það var frekar fyndin sjón að sjá hana þegar við loksins fórum á fætur. Örn hafði orð á því að hún liti út eins og fórnarlamb í hryllingsmynd......æ hún var svo ánægð með sig:)

En að öðru, við fengum jólakort í morgun frá ljósmóðurnemanum sem tók á móti Grími. Hann var fyrsta barnið sem hún tók á móti og þetta var svo mikil upplifun fyrir hana, sagði hún í kortinu og lét okkur fá e-meilið sitt og bað um mynd af honum ef við gætum sent henni. Finnst það voða sætt að fæðingin hafði svona mikil áhrif á einhvern annan en bara okkur Örn.

Jæja erum að fara til Fjólu og Gumma að borða Dominos, gleðileg jól allir saman:)
|

Saturday, December 16, 2006

Komin í jólaskap:)

Grímur er bara orðinn hress af lungnabólgunni, lagaðist eiginlega bara um leið og hann fékk pensilín sem betur fer:) Er voða vær og góður þessa dagana.
Á morgun er stefnan tekin á Kongens Nytorv og við ætlum að leyfa Hrafnhildi að prófa að fara á skauta.....það verður skrautlegt býst ég við, en örugglega gaman:) Spurning hvort ég fari líka og rifji upp gamla takta....
|

Friday, December 15, 2006

Tv vesen....

Æ hvað það er aldrei neitt í sjónvarpinu núna eftir að við misstum kanal 4. Þrátt fyrir mikið magn af af lélegu sjónvarpsefni á einni stöð, þá er nú greinilegt að ég mér þykir lélegt sjónvarpsefni skemmtilegt, þar sem ég finn aldrei neitt til að horfa á núna. Hef reyndar aldrei horft eins mikið á sjónvarpsfréttir eins og síðustu tvær vikur.....en þær eru hvort sem er ekki mjög góðar og bara miklu betra að lesa blöðin.
Þannig að þetta er spurnig um að fá sér mellempakkan eða fara að finna sér eitthvað annað uppbyggilegt að gera en að glápa á dårligt TV.....
|

Monday, December 11, 2006

veikindi...

En hvað er nú gott að vera búinn að endurheimta eiginmanninn (finnst alltaf jafn fáránlegt að geta sagt eiginmaður). Hann er allavega búin að skila lokaverkefninu og er kominn í frí með okkur:):)
En nú er Grímur því miður með lungnabólgu og er kominn á sýklalyf, það er alveg ótrúlegt það er alltaf eitthvað. Hann fékk nánast kvef um leið og hann losnaði við guluna sem hann er enn ekki búinn að losna við og fékk svo bara lungnabólgu í kjölfarið. Fór með hann til læknis í gær þegar hann hætti ekki að hósta og átti frekar erfitt með að anda í verstu hóstaköstunum, en þetta lagast vonandi fljótt:) Svona er þetta víst að eiga eldri systur sem ber sýklana heim af leikskólanum.

Erum bara annars komin í jólaskap, og er farin að hlakka til að vera 4 á jólunum......
|

Monday, December 04, 2006

bambaramm....

Vá hvað ég ber núna mikla virðingu fyrir einstæðum mæðrum og mikið rosalega hef ég hugsað til hennar Karenar ofurmömmu upp á síðkastið. Örn er að skila verkefninu sínu á fimmtudaginn og ég hef bara hreinlega ekki séð hann síðustu vikur. Hef ekki kveikt á tölvunni í meira en viku sem skýrir líka bloggleisi.

Er varla komin heim eftir að hafa skilað Hrafnhildi á leikskólann á morgnanna þegar þarf aðsækja hana aftur, svo þegar hún er sofnuð þá byrjar Grímur með kvöldpirringinn sinn og þá vill hann bara láta halda á sér og láta rugga sér. Er í þessum töluðum orðum með hann sofandi framan á mér í svona einhverju sjali og ég er alveg að rugga mér á stólnum svo hann vakni ekki.
Þetta er samt ekki svona slæmt eins og þessi færsla kanski hljómar, þetta gengur eins og í sögu með örlitlu skipulagi:)........
|
 
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com