Sápan á Öresundinu........

Thursday, February 22, 2007

På grund af sneværet.......

Fyndið hvað danskt samfélag virðist gjörsamlega lamast vegna smá snjókomu. Mikið búið að tala um snjóstorminn í fréttum (sem mér finnst nú bara vera smá snjókoma með pínu roki).
Svo í dag er ég búin að heyra af svo mörgum sem fengu nú bara frí í vinnum vegna snjóófærðar og flug hefur legið mikið niðri í dag. Örn átti að fara í atvinnuviðtal í dag en því var frestað þangað til á morgun vegna snjósins......las á textavarpinu að kona náði ekki upp á spítala til að eignast barn og átti það á leiðinni í öllum þessum snjó........matvörubúðir (allavega Fakta) voru nánast tómar í dag, ekkert grænmeti, ávextir eða kjöt hefur komið í dag vegna snjós......sjónvarpið mitt er óskírt og er búið að vera það síðan í gærkvöldi, ætli það sé út af snjónum eða hvað..........
|

Saturday, February 17, 2007

Linkur á myndasíðuna hennar Fjólu úr afmælinu.... http://public.fotki.com/Fjolan/afmli-mitt-2007/
|

Fastelavn er mit navn.......



Vá hvað var gaman í grímupartýafmælinu hjá Fjólu prinsessu í gær. Fannst alveg frábært hvað það var mikill metnaður lagður í búninga. Tvær nunnur, tvær djöflastelpur, engill, norn, prinsessa, Jane Fonda, svertingi, diskógella, Magni, KR fótboltalessa.....


Svo er fastelavnfest hér á kollegíinu á morgun fyrir börnin. Einkadóttirin verður prinsessa að sjálfsögðu, það þarf ekki að spyrja að því. Hún verður í bleikum prinsessudanskjól, með vængi og töfrasprota og með giftingaslör.......svona samantíningur af því sem var til og þetta valdi hún og ekki nóg með það þá verður Bergþóra besta vinkonan alveg eins. Held þær verði frekar fyndnar:)


Læt nokkrar myndir úr partýinu fylgja með.....

|

Sunday, February 04, 2007

Svarti járnhesturinn.....




Við vorum að fjárfesta í einu stykki svona:)

Ótrúlega flott hjól og pláss fyrir bæði börnin og fullt af dóti líka. Fengum það í gær og við ákváðum í morgun þegar við vöknuðum að fara á mjög skemmtilegan leikvöll sem er smá spöl frá (þurftum að finna ástæðu til að prófa hjólið haha) og jújú það gekk svona ljómandi vel að hjóla en svo þegar við ætluðum að halda heim á leið þá var sprungið afturdekkið!!!

Hvernig er hægt að vera svona óheppin, fyrsta daginn!! Þannig að Örn Ingi hélt á hjólinu eins og hjólböru heim. Frekar glatað. Þrátt fyrir þetta er þetta geggjað hjól og við erum ótrúlega ánægð með það. Kostaði svo sem alveg "en bondegård" en það er annað mál:)

|
 
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com