Svarti járnhesturinn.....
Við vorum að fjárfesta í einu stykki svona:)
Ótrúlega flott hjól og pláss fyrir bæði börnin og fullt af dóti líka. Fengum það í gær og við ákváðum í morgun þegar við vöknuðum að fara á mjög skemmtilegan leikvöll sem er smá spöl frá (þurftum að finna ástæðu til að prófa hjólið haha) og jújú það gekk svona ljómandi vel að hjóla en svo þegar við ætluðum að halda heim á leið þá var sprungið afturdekkið!!!
Hvernig er hægt að vera svona óheppin, fyrsta daginn!! Þannig að Örn Ingi hélt á hjólinu eins og hjólböru heim. Frekar glatað. Þrátt fyrir þetta er þetta geggjað hjól og við erum ótrúlega ánægð með það. Kostaði svo sem alveg "en bondegård" en það er annað mál:)
<< Home