Fastelavn er mit navn.......
Vá hvað var gaman í grímupartýafmælinu hjá Fjólu prinsessu í gær. Fannst alveg frábært hvað það var mikill metnaður lagður í búninga. Tvær nunnur, tvær djöflastelpur, engill, norn, prinsessa, Jane Fonda, svertingi, diskógella, Magni, KR fótboltalessa.....
Svo er fastelavnfest hér á kollegíinu á morgun fyrir börnin. Einkadóttirin verður prinsessa að sjálfsögðu, það þarf ekki að spyrja að því. Hún verður í bleikum prinsessudanskjól, með vængi og töfrasprota og með giftingaslör.......svona samantíningur af því sem var til og þetta valdi hún og ekki nóg með það þá verður Bergþóra besta vinkonan alveg eins. Held þær verði frekar fyndnar:)
Læt nokkrar myndir úr partýinu fylgja með.....
<< Home