Sápan á Öresundinu........

Monday, December 04, 2006

bambaramm....

Vá hvað ég ber núna mikla virðingu fyrir einstæðum mæðrum og mikið rosalega hef ég hugsað til hennar Karenar ofurmömmu upp á síðkastið. Örn er að skila verkefninu sínu á fimmtudaginn og ég hef bara hreinlega ekki séð hann síðustu vikur. Hef ekki kveikt á tölvunni í meira en viku sem skýrir líka bloggleisi.

Er varla komin heim eftir að hafa skilað Hrafnhildi á leikskólann á morgnanna þegar þarf aðsækja hana aftur, svo þegar hún er sofnuð þá byrjar Grímur með kvöldpirringinn sinn og þá vill hann bara láta halda á sér og láta rugga sér. Er í þessum töluðum orðum með hann sofandi framan á mér í svona einhverju sjali og ég er alveg að rugga mér á stólnum svo hann vakni ekki.
Þetta er samt ekki svona slæmt eins og þessi færsla kanski hljómar, þetta gengur eins og í sögu með örlitlu skipulagi:)........
|
 
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com