Sápan á Öresundinu........

Saturday, December 23, 2006

Hressandi nótt.....

Grímur var svona frekar órólegur í gærkvöldi, bara svona eins og vanalega og venjulelga róast hann alveg svona um miðnætti og fer að sofa. En í gær þá bara róaðist hann ekki neitt og grét og grét viðstöðulaust í alla nótt, hann var gjörsamlega óhuggandi og við Örn reyndum að skiptast á að reyna að hugga hann í nótt, en um klukkan 6 í morgun gafst ég upp og fór bara með Grím út í vagninum.
Fannst svona frekar fáránlegt að vera gjörsamlega ósofinn, gangandi í hringi á bílastæðinu hérna fyrir utan í kolniðamyrkri eins og einhver vofa. En drengurinn allavega sofnaði og ég fór aftur inn um hálf sjö og við gátum sofið smá.
Hrafnhildur vaknaði svo klukkutíma seinna en var svo góð að leyfa okkur að sofa með því að vera bara ein frammi að horfa á teiknimyndir. Hún var ein alveg í svona tvo tíma þessi elska....en hún hafði líka fengið "puntudót" í skóinn, svona alvöru sem hægt er að mála sig með og það var frekar fyndin sjón að sjá hana þegar við loksins fórum á fætur. Örn hafði orð á því að hún liti út eins og fórnarlamb í hryllingsmynd......æ hún var svo ánægð með sig:)

En að öðru, við fengum jólakort í morgun frá ljósmóðurnemanum sem tók á móti Grími. Hann var fyrsta barnið sem hún tók á móti og þetta var svo mikil upplifun fyrir hana, sagði hún í kortinu og lét okkur fá e-meilið sitt og bað um mynd af honum ef við gætum sent henni. Finnst það voða sætt að fæðingin hafði svona mikil áhrif á einhvern annan en bara okkur Örn.

Jæja erum að fara til Fjólu og Gumma að borða Dominos, gleðileg jól allir saman:)
|
 
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com