Sápan á Öresundinu........

Tuesday, April 01, 2008

Smá mis......

Hahaha efsta myndin átti að vera af mér með risa bjór en ekki af Bauja.......kann ekki að taka hana út, nenni heldur ekki að finna út úr því:)
|

úff næstum mánuður.....







Ég nenni ekki að finna upp á neinu sniðugu aprílgabbi þannig að ég ætla bara að sleppa því.....



Er ekki búin að blogga í næstum mánuð, hrikalegt ástand. Við Örn fórum til Tallin um páskana og það var alveg dásamlegt! Sofið, borðað og drukkið og dólað sér var svona það helsta sem við gerðum.






Hmmm Já og Hrafnhildur lærði að hjóla án hjálparadekkja í fyrradag.....kann samt ekkert að stýra né bremsa.



já og svo var ég líka í klippingu í gær og lét stytta hárið heilan helling:)



|

Monday, March 10, 2008

Ferðin í stuttu máli........

Við skvísurnar hittumst 9 stykki á kollegíbarnum á föstudaginn og fengum okkur pizzu og öl áður en haldið var út á völl. Svo var farið út á kastrup og drukkin aðeins meiri bjór og við vorum varla komin í loftið þegar við vorum lentar í Berlín.

Þar var slegist um leigubílana og sá Heiða til þess með látum að við fengum allar bíl. Heima hjá Rut fær maður víðáttubrjálæði því íbúðin er svooo stór.

Þar biðu okkar skvísurnar sem flugu frá íslandi og enn meiri bjór....nágrannarnir komu tvisvar og kvörtuðu undan hávaða og þá var bara ákveðið að skella sér á hverfisbodeguna Shcönebergs bierhaus sem er í svona 2 mínútna göngufjarlægð. Ekki oft sem að sveittu þýsku barþjónarnir höfðu fengið hátt í 15 ungar konur í einu inn á staðinn og annar þeirra lét okkur vita að hann vildi giftast okkur öllum og að nú væri hann kominn í himnaríki......

Á laugardeginum var sofið til ca 11 og svo haldið í bæinn, borðaður þynnkumatur, túristuðumst pínu og versluðum og drukkum bjór..

Svo var komið að aðallmálinu, blindraveitingastaðnum........sem var án efa það eftirminnilegasta úr þessari ferð. Alveg mögnuð tilfinning að borða í kolsvartamyrkvi og sjá gjörsamlega ekki neitt, veit ekki hversu oft í stakk tómum gaffli upp í mig...tókst að klína andlitunu á mér ofan í ísinn því ég var að passa að subba ekki á mig en fór bar aðeins og nálægt disknum.

Hópnum var skipt í 2 og við sátum ekki á sama stað. Við vorum með okkar persónulega þjón sem hjálpaði okkur ef einhver þurfti að pissa, þá var viðkomandi bara leiddur fram og þar var ljós. Það er stranglega bannað að vera með kveikt á símum og allt sem gefur frá sér ljós þannig að það var ekki ein einasta ljóstýra neinsstaðar.
Svo kláði okkar hópur matinn og við vorum leiddar fram í ljósið, svo kom hinn hópurinn gjörsamlega vælandi úr hláti og flissandi eins og smástelpur. Þá höfðu þær ákveðið að skella sér úr að ofan og borðuðu allar desertinn berbrjósta hahahaha....ótrúlega fyndið og engin sá neitt haha.
Svo fórum við á rússneskan bar með rússadiskóteki og drukkum þar kokteila og svo var haldið á annan lítinn stað þar sem við máttum eiginlega bara ráða tónlistinni. Rosa fjör og ég veit ekki hversu oft ég sagði "double gin and tonic" þessa helgi, en alloft var það.

Svo á sunnudeginum var engin alvarleg þynnka, þökk sé að við skálðum allar í alkaseltser áður en við fórum að sofa.
Heilinn minn var samt frekar slow og sem dæmi um það vorum við nokkrar sem pöntuðum okkur pizzu með pepperoni og fengum allar pizzur hlaðnar chili.....

En þetta var æðislegt í alla staði og takk kærlega fyrir okkur Rut!
|

Friday, March 07, 2008

First we take Manhattan, then we take Berlin..........

Sjáumst eftir helgi...... er að fara til Berlínar....

tschüss
|

Wednesday, February 20, 2008

búin í bloggpásu.....

Jæja þá er ég búin að taka góða bloggpásu.....
Það er svo sem ekkert mikið búið að gerast og því ekkert mikið að segja.

Fórum á Cure tónleikana í síðustu viku og vááá hvað það var mikil upplifun og svooo gaman. Sátum fyst og vorum frekar langt í burtu, Robert Smith var á stærð við pleymókall og svona úr fjarlægð var bara eins og hann væri með undalegt afróhár. Svo ákvaðum við að gefa skít í þessi sæti okkar og fórum niður á gólf. Komumst bara alveg fremst og vorum ekki í neinum troðningi og þá fyrst vorum við að tala um meikup og fríkí herdú á söngvaranum......alveg eins og það á að vera:) Fórum heim með sælubros á vör eftir velheppnaða tónleika.
Svo er mamma búin að vera í heimsókn að æfa sig fyrir pössunina um páskana.....enda ekki annað hægt þegar kemur að litla frekjurassgatinu honum Grími mínum:)

Svo styttist í Berlín, úú hvað það verður gaman......
|

Tuesday, January 22, 2008

Í ruglinu.......

Ég er svoooo utan við mig þessa daga að það hálfa væri nóg. Í gærmorgun var ég fara með krakkana á leiksóla og vöggustofu, þegar ég var búin að festa þau í hjólið og var að leggja af stað þá mundi ég allt í einu eftir að það er lokað 22 febrúar.......og af einhverjum undarlegum ástæðum var ég viss um að það væri akkurat þennan dag.
Ég skildi þau eftir úti í hjólinu á meðan ég stökk upp og ætlaði að finna miðann sem ég hafði skrifað þetta á. Fann hann að sjálfsögðu ekki þannig að ég hringdi lafmóð í Fjólu og spurði hvort það væri ekki í dag sem væri lokað, hvort það væri ekki alveg örugglega lokað 22 febrúar. Fjóla auðvitað hló bara og sagði...."í fyrsta lagi er janúar og það er 21."
Ég gat allaavega farið róleg af stað með börnin.
Svo þegar ég kom til baka þá ákvað ég skjótast aðeins út í Fields. Ég skunda útí metróið og keypti mér líka klippikort þar. Svo fer ég niður og bíð eftir lest. Ég beið og beið í örugglega 10 mínútur og skildi ekki afhverju það kom engin lest sem ætti að fara á vestamager. Þegar ég áttaði mig að ég var á amagerbro station og það fer engin lest til vestamager voru örugglega 4 lestar farnar sem ég hefði getað tekið....nörd, og svo loksins þegar ég fór í rétta lest áttaði ég mig á að ég hafði gleymt að klippa af klippikortinu. Sem betur fer í öllu þessu rugli þá kom engin vörður.
Ohhh svo eru Huld og Siggi og Bergþóra að fara að koma og ég tók það að mér að panta fyrir þau gestaherbergi......nema ég komst svo að því eftir á að ég pantaði í vitlausum mánuði, í feb-mars en ekki jan-feb.
Er til eitthvað við þessu????
|

Sunday, January 13, 2008

á ferð og flugi......

Ég var að kaupa mér far til Berlínar:) Jeiii. Saumóinn ætlar að fara og gista heima hjá Rut fyrrum meðlimi saumóins. Farið verður í 7 -9 mars. Alltaf gaman að fara í stelpuferðir. Svo 20 mars förum við Örn Ingi til Tallin......nóg að gera og svo er stefnan sett á Serbíu næsta sumar með krakkana ef ég get fengið nokkra daga frí í skólanum í lok júní.
Í fyrradag kostaði farmiðinn til Berlín 380 kr. danskar, fram og til baka með sköttum og gjöldum!! Nátturlega bara djók, ætli það sé ekki svipað og taxi úr Hafnarfirði og niðrí bæ?? En svo hækkaði farið auðvitað og ég keypti það áðan á 530 kr. sem er svo sem ekkert mikið. Svo...Berlín here vi come í byrjum mars:)
|

Wednesday, January 09, 2008

Bloggjólafríið búið...........

Home sweet home. þá er allt að komast í rútíinu aftur. Það var frábært á Íslandi en alltaf samt rosa prógramm, Harpa við hittumst í næstu ferð, lofa. Reyndi að hringja í heimasímann þinn og það svaraði ekki....var líka bara með einn lausann dag. Og Elfa mín á Akranesi....hitti þig líka næst.
Vorum annars í góðu yfirlæti hjá Kristrúnu og nú er ég komin í átak eftir hrikalega mikið át á Íslandinu góða. vá hvað þetta er leiðinleg færsla sem ég held ég endi bara núna......
|
 
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com