Sápan á Öresundinu........

Monday, August 27, 2007

Svíþjóð

Þá erum við komin tilbaka eftir frábæra helgi í Svíþjóð. Ferðinni var heitið í Lammhult, pínulítin bæ rétt hjá Vexjö. Vorum í það heila 6 fjölskyldur, med gestgjöfunum. Algjört himnaríki fyrir krakkana, risahús med mörgum herbergjum og stór garður með rólum og fleiru.

Mikið borðað, drukkið og sofið og slappað af. Pabbarnir fóru að veiða með krökkunum og komu til baka með einn risafisk sem var öruuglega stærri en Hrafnhildur. Honum var svo skellt á grillið og braðgðaist bara ljómandi vel:)

Á laugardaginn fórum við göngutúr að skoða bæinn, og ferðinni var haldið niðrí miðbæ til að versla í matinn. Miðbærinn er ein gata (mjög lítil) og þar er veitingastaður sem er svo bar á tveggja mánaða fresti:), það er ein fatabúð í Lammhult og það er rauðakross búð hahaha og svo í þessari sömu götu var skóbúð, nema þetta var bara sýningargluggi með skóm, sjálf búðin var einhverstaðar allt annarstaðar, alveg maganaður staður.

Svo á laugardagskvöldið skundum við stúlkurnar á barinn, létum það nú ekki fram hjá okkur fara þar sem það er bara bar á tveggja mánaða fresti sem lokar klukkan 1. þar voru tveir gamlir, sveittir, feitir karlar að spila og stemnignin var örugglega svona eins og á balli í félagsheimilinu á Borðeyri.
Fyndnast samt af öllu var það Ásta þekkti einn Svían sem var á barnum. Einhver sem hafði verið með heinni á einhverri ljósaráðstefnu einhverntímann í Århus. Hún spjallaði nú aðeins við hann Fredrik sem var staddur á mublumessu í Lammhult þessa helgi.
Frábær helgi í alla staði. Takk fyrir okkur Elfa og Gunni:)
|
 
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com