Sápan á Öresundinu........

Friday, March 09, 2007

Heilsubrestur..........



Grímur er lasinn, ekkert alvarlega svosem en er ósköp ræfilslegur eitthvað. Síðustu tvær nætur hefur hann tekið upp á því að vaka bara. Fyrst frá 3-6 og á endanum sofnuðum við Grímur bara í sófanum, því Örn er nú byrjaður að vinna og ekki vildi ég raska svefninum hans. Svo núna í nótt þá vakti hann frá 2-5 og váá hvað ég átti erfitt með að halda mér vakandi, fór samt bara inn í stofu svo Örn gæti sofið.....

Annars er ég nú líka byrjuð að vinna, ef vinnu mætti kalla. Er farin að passa á hverjum degi frá klukkan hálf níu til rúmlega eitt. Marin, færeysk kunningjakona mín er byrjuð að vinna eftir fæðingarorlof og vantaði pössun þangað til Jóni fær pláss á vöggustofu, sem hún á von að gerist í byrjun sumars. Þetta gengur bara ljómandi vel, fyrir utan veikindi hjá drengjunum......

Svo er Hrafnhildur að fara að byrja í dansskóla. Hún og Bergþóra ætla að fara saman og fara þær í fyrsta tímann á morgun, þær eru frekar spenntar og mikið búnar að æfa sig. Svo annaðkvöld ætlar Bergþóra að gista og það verður sko partý. Hrafnhildur gisti hjá henni um síðustu helgi og þá var partý þar. þeim fannst svo gaman að nú vilja þær hafa partý allar helgar. Partíð var sko þannig að þær fengu að búa til sína eigin pizzu, fengu prinsessu dúk og prinsessu rör. Eftir matinn fengu þær fullt af nammi sem þær víst slátruðu á no time. Eftir það voru þær frekar "high on sugar" og fengu að gera allt sem þær vildu og voru víst freeekar klikkaðar hahaha.
Þannig að við Örn munum eiga fjörugt kvöld í vændum á morgun......

Læt tvær myndir fylgja með..
|
 
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com