Sápan á Öresundinu........

Tuesday, October 10, 2006

4 manna fjölskylda......

Ef einhver hefur verið að reyna að hringja í mig eða senda mér sms og ég ekki svarað tilbaka þá er það vegna þess að skjárinn á símanum mínum er ónýtur. Frekar óheppilegur tími nú þar sem allir eru að senda manni hamingjuóskir og svona. Hrafnhildur var að tala við ömmu sína í Kwickly um þarsíðustu helgi og missti síman í gólfið og skjárinn brotnaði. Get ekki séð nein númer eða sms eða hver hringir......

Grímur litli er bara algjört æði, sem og stóra systirin auðvitað (bannað að skija útundan) Hann er nánast búin að sofa síðan hann fæddist nema núna síðustu tvær nætur er minn búinn að taka upp á því að vaka og vilja bara brjóst nánast á hálftíma til klukkutíma fresti til svona 4 og svo sefur hann til morguns...hann bara rétt rumskar til að drekka og sefur svo bara allan daginn:)
Hrafnhildur er voða dugleg og stendur sig þvílíkt vel sem stóra systir, enn sem komið er allavega:) Man ekki meir í bili.......
|
 
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com