Sápan á Öresundinu........

Thursday, November 23, 2006

Hvað haldiði að hafi gerst í dag! Ég var rænd!! Fór í sakleysi mínu með Grím í barnavagninum í netto að versla í matinn. ég tók mér gula körfu og skellti henni ofan á barnavagninn og setti svo töskuna mína þar ofan í (já ég veit, kannski ekki það gáfulegasta)
Og eins og flestir vita þá er netto ekki alveg stæðsta búðin í bænum og frekar þröng. Svo þurfti ég að sækja salsasósu en þar var eitthvað bölvað bretti fyrir þannig að ég þurfti að skilja vagninn eftir við endann á ganginum, en þetta voru svona í mesta lagi 4 skref...svo ætla ég að athuga hvað ég er með mikinn pening með mér og þá var taskan bara horfin úr körfunni. Ég fattaði þetta alveg um leið en ég gat ekkert hlaupið út með barnavagninn svo glatt.

En hann græddi nú ekki mjög mikið, því ég gleymdi peningaveskinu mínu á Íslandi með öllum kortum og peningum. Lyklana hafði ég sett í vasann á úlpunni sem betur fer og hluta af peningunum sem ég hafði með voru líka í vasanum. Regnslánna af vagninum og vettlingana hafði ég sett í töskuna en svo heppilega vildi til að það fór að rigna á leiðinni þannig að ég notaði það.
Síminn hans Arnar Inga var eiginlega það eina og svona 300 kall sem hann hafði upp úr þessu.........
|
 
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com