Sápan á Öresundinu........

Thursday, September 14, 2006

díses....

Ég mundi varla lykilorðið til að logga mig inn á blogger, sem þýðir nú bara að ég er heimsins versti bloggari.....
Geri lítið þessa daganna annað en að hanga í tölvunni, sofa, glápa á sjónvarpið eða stytta mér stundirnar í Amagercenterinu. Er alltaf á leiðinni að byrja að undibúa komu drengsins en ég næ alltaf að ýta því undan mér, en nú er bara rétt rúmur mánuður í settan dag......

Get ekki neitað því að það er komin pínu hnútur í magan yfir þessu öllu saman og alveg ótrúlegt hvað þetta er allt öðruvísi en að eignast fyrsta barn. Með fyrsta barn er einhvernvegin algerlega hægt að sleppa sér af tilhlökkun eftir komu barnsins og veröldin snýst algerlega um þetta eina barn en núna er maður alltaf með hugan hjá eldra barninu, hvernig það á eftir að höndla þetta, verður mikil afbrýðisemi og vitandi að nú þarf að deila athyglinni og þess háttar..........held þetta séu nú samt óþarfa áhyggjur og það er nú ekki eins ég sé fyrsta manneskjan til að eignast fleiri en eitt barn:)

Hahaha er einhver að fylgjast með Bonde søger brud?? Æ vá hvað mér finnst þetta fyndnir þættir. Danskir bændur sem örugglega fæstir hafa verið við kvenmann kenndir eru nú að leita sér af konu. Æ þetta er svo pínlegt á köflum og maður fær alveg bjanahrollinn niður í tær, þegar þeir eru að velja konur úr til að hitta sig áfram og senda svo hinar aftur heim......en svona er lífið annars hjá mér þessa dagana, horfandi á lélegt sjónvarpsefni........:)
|
 
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com